Fréttir

Knattspyrna | 23. september 2022

Fulltrúar U-15 ára kvenna

Fulltrúar frá RKV í U15 stúlkna.

 

Þær Alma Rós Magnúsdóttir og Anna Arnarsdóttir, sem voru að ljúka eldra ári í 4.flokki RKV, hafa verið valdar til að leika fyrir Íslands hönd með U15 ára liðinu sem tekur þátt í UEFA Development mótinu í Póllandi í næsta mánuði. 

 

20 stúlkur voru valdar í verkefnið frá Íslandi. Þær munu koma til æfinga saman í lok september og halda til Póllands 2.október n.k.

Liðið mun etja kappi við lið Tyrklands, Póllands og Litháen. Þær koma svo heim viku síðar.

 

Alma Rós og Anna hafa staðið sig mjög vel á tímabilinu með RKV sem og í verkefninu hjá Hæfileikamótun KSÍ í lok ágúst.

 

Við óskum Ölmu Rós og Önnu velfarnaðar í þessu spennandi verkefni. 

 

Áfram Keflavík!