Futsal-mótið að hefjast
Íslandsmótið innanhúss, Futsal, hefst um helgina. Keflavík leikur í D-riðli ásamt Víði, Leikni/KB og Vængjum Júpiters. Það þarf varla að taka fram að við eigum titil að verja í mótinu. Fyrsti leikur Keflavíkur er heimaleikur gegn Leikni/KB sunnudaginn 7. nóvember kl. 19:00.
Magnús Sverrir lyftir Íslandsbikarnum á loft síðasta vetur.
(Mynd: Jón Örvar)