Fréttir

Knattspyrna | 3. desember 2010

Futsal og æfingaleikur um helgina

Það er áfram nóg að gera hjá liðinu okkar sem leikur hvern leikinn á fætur öðrum meðan við hin látum okkur hlakka til jólanna.  Í kvöld, föstudag, er komið að næsta leik í Íslandsmótinu innanhúss, Futsal, þegar við mætum nágrönnum okkar í Víði.  Leikurinn fer fram í Íþróttahúsinu í Garðinum og hefst kl. 19:00.  Á laugardagsmorgun skella okkar menn sér svo í Víkina og leika æfingaleik við Víkinga en sá leikur er kl. 10:30.