Fréttir

Knattspyrna | 14. maí 2009

Fylkir - Keflavík á fimmtudag kl. 20:00

Keflavík heimsækir Fylki í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, fimmtudag.  Leikurinn fer fram á heimavelli Fylkismanna í Árbænum og hefst kl. 20:00.  Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferð deildarinnar og vilja að sjálfsögðu safna stigum í sarpinn.  Það má því reikna með hörkuleik í Árbænum.  Dómari leiksins verður Jóhannes Valgeirsson, aðstoðardómarar þeir Áskell Þór Gíslason og Sverrir Gunnar Pálmason, varadómari verður Erlendur Eiríksson en eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.  Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Keflavík og Fylkir hafa leikið 22 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989.  Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 8 leikjanna, átta sinnum hefur orðið jafntefli en Fylkir hefur unnið 6 leiki.  Markatalan er 30-31 fyrir Fylki.  Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun.  Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Fylkismönnum í efstu deild.  Haukur Ingi Guðnason, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson hafa skorað tvö mörk og þeir Guðjón Antoníusson, Símun Samuelsen og Stefán Örn Arnarson hafa allir gert eitt mark.

Liðin mættust 8 sinnum í næstefstu deild á árunum 1981-1992.  Keflavík vann 6 leiki, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn leik.  Markatalan í B-deildinni er 15-6 fyrir Keflavík.

Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í bikarkeppni KSÍ, árin 1989, 1995 og 2004.  Keflavík hefur unnið alla þrjá leikina og markatalan er 5-1. 

Liðin mættust tvisvar í Landsbankadeildinni síðasta sumar.  Fyrri leikurinn fór fram á Sparisjóðsvellinum og lauk með 2-1 sigri okkar manna.  Hólmar Örn Rúnarsson og Guðmundur Steinarsson komu Keflavík í 2-0 en Andrés Már Jóhannsson minnkaði muninn undir lokin.  Seinni leiknum lauk með 3-3 jafntefli.  Guðmundur Steinarsson skoraði tvö marka Keflavíkur og Hörður Sveinsson eitt en Kjartan Ágúst Barðdal skoraði tvö mörk fyrir Fylkismenn og Ian Jeffs eitt stykki.

Úrslit í leikjum Fylkis og Keflavíkur í efstu deild á heimavelli Fylkis hafa orðið þessi:

2008

Fylkir - Keflavík

3-3 Guðmundur Steinarsson 2
Hörður Sveinsson
2007

Fylkir - Keflavík

4-0
2006

Keflavík - Fylkir

2-1 Guðmundur Steinarsson
2005

Keflavík - Fylkir

0-1 Hólmar Örn Rúnarsson
     2004    

Keflavík - Fylkir

2-0
2002

Keflavík - Fylkir

2-0  
2001

Keflavík - Fylkir

2-2 Haukur Ingi Guðnason
Þórarinn Kristjánsson
2000

Keflavík - Fylkir

4-0
1996

Keflavík - Fylkir

1-0
1993

Keflavík - Fylkir

2-2 Gestur Gylfason
Sverrir Þór Sverrisson
1989

Keflavík - Fylkir

0-0 Jóhann B. Magnússon