Fréttir

Knattspyrna | 27. júlí 2008

Fylkir - Keflavík á mánudag kl. 19:15

Keflavík heimsækir Fylki í 13. umferð Landsbankadeildar karla á mánudag.  Leikurinn fer fram á heimavelli Fylkismanna í Árbænum og hefst kl. 19:15.  Fyrir umferðina er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 26 stig, einu stigi á undan FH.  Fylkismenn eru hins vegar í 10. sæti deildarinnar með 12 stig.  Fylkisliðið er reyndar með nokkurt forskot á botnliðin tvö en þarf nauðsynlega á stigum að halda til að tryggja stöðu sína í deildinni.  Dómari leiksins verður Jóhannes Valgeirsson, aðstoðardómarar þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Oddbergur Eiríksson en eftirlitsmaður KSÍ er Ingi Jónsson.

Keflavík og Fylkir hafa leikið 21 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989.  Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 8 leikjanna, sjö sinnum hefur orðið jafntefli en Fylkir hefur unnið 6 leiki.  Markatalan er 27-28 fyrir Fylki.  Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun.  Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Fylkismönnum í efstu deild.  Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson hafa gert fjögur mörk hvor, Hólmar Örn Rúnarsson tvö og þeir Hörður Sveinsson, Guðjón Antoníusson og Símun Samuelsen hafa allir gert eitt mark.

Liðin mættust 8 sinnum í næstefstu deild á árunum 1981-1992.  Keflavík vann 6 leiki, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn leik.  Markatalan í B-deildinni er 15-6 fyrir Keflavík.

Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í bikarkeppni KSÍ, árin 1989, 1995 og 2004.  Keflavík hefur unnið alla þrjá leikina og markatalan er 5-1.  Þórarinn Kristjánsson hefur skorað eitt bikarmark gegn Fylki en það var eina markið í 8 liða úrslitum árið 2004 en Keflavík fór síðan alla leið og vann bikarinn.

Liðin mættust í 2. umferð Landsbankadeildarinnar fyrr í sumar.  Sá leikur fór fram á Sparisjóðsvellinum og lauk með 2-1 sigri okkar manna.  Hólmar Örn Rúnarsson og Guðmundur Steinarsson komu Keflavík í 2-0 en Andrés Már Jóhannsson minnkaði muninn undir lokin.

Úrslit í leikjum Fylkis og Keflavíkur í efstu deild á heimavelli Fylkis hafa orðið þessi:

2007

Fylkir - Keflavík

4-0
2006

Keflavík - Fylkir

2-1 Guðmundur Steinarsson
2005

Keflavík - Fylkir

0-1 Hólmar Örn Rúnarsson
     2004    

Keflavík - Fylkir

2-0
2002

Keflavík - Fylkir

2-0  
2001

Keflavík - Fylkir

2-2 Haukur Ingi Guðnason
Þórarinn Kristjánsson
2000

Keflavík - Fylkir

4-0
1996

Keflavík - Fylkir

1-0
1993

Keflavík - Fylkir

2-2 Gestur Gylfason
Sverrir Þór Sverrisson
1989

Keflavík - Fylkir

0-0 Jóhann B. Magnússon