Fylkir - Keflavík í kvöld!
Í kvöld leika Fylkir og Keflavík í 8 liða úrslitum VISA-bikarsins. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst kl. 18:30. Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna í Árbæinn og hvetja strákana. Liðin leika svo aftur á sunnudaginn í Landsbankadeildinni og fer sá leikur fram á Keflavíkurvelli kl. 18:00.
Þess má geta að Keflavík og Fylkir hafa tvisvar mæst í bikarkeppninni og hefur Keflavík unnið báða leikina. Árið 1989 vann Keflavík 2-0 á útivelli með mörkum frá Valþóri Sigþórssyni og Óla Þór Magnússyni. Liðin mættust svo aftur 1995 og þá unnu okkar menn 2-1 á heimavelli; Ragnar Margeirsson og Kjartan Einarsson skoruðu mörkin.