Fylkir - Keflavík í kvöld
Þá er allt að fara í gang í fótboltanum. Í kvöld er fyrsti leikurinn í Lengjubikarnum og hefjum við leik gegn Fylki í Egilshöllinni kl. 19:00. Okkur hefur nú yfirleitt gengið vel í þessari keppni undanfarin ár þannig að við sjáum hvernig þetta verður í ár. Leikmannahópurinn er fínn og bara ansi sterkur þegar allir eru heilir en eins og staðan er í dag þá eru ekki allir heilir. Það eru 7 leikmenn sem eru meiddir en það eru Mete, Tóti, Maggi Þ., Ivo, Haffi, Símun og svo er Ingvi ekki kominn af stað eins og menn vita. Aðrir leikmenn munu taka þátt. Undanfarna tvo laugardaga þá hefur hópnum verið boðið í mat og byrjuðum við síðasta laugardagsmorgun með morgunmat. Í hádeginu í gær var hópnum boðið í hádegismat sem gekk vel og var almenn ánægja með það. Menn borðuðu vel og spjölluðu saman og er góður andi meðal leikmanna
Við minnum á leikina okkar:
24. feb kl. 19:00 Fylkir - Keflavík, Egilshöllin
2. mars kl. 18:00 Keflavík - Stjarnan, Reykjaneshöllin
15. mars kl. 14:00 Fjarðarbyggð - Keflavík, Fjarðarbyggðarhöllin
27. mars kl. 18:30 Njarðvík - Keflavík, Reykjaneshöllin
13. apríl kl. 14:00 Keflavík - HK, Reykjaneshöllin