Fréttir

Knattspyrna | 15. maí 2006

Fylkir - Keflvík í Landsbankadeild kvenna

Keflavíkurstúlkur mæta liði Fylkis á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl.19:15 á Fylkisvelli í Árbæ.  Er þetta fyrsti leikur liðanna. Keflvík var fyrir mót spáð 5. sæti en Fylkir því 6.  Verður gaman að sjá hvernig nýjir leikmenn Keflavíkur koma til með að falla inn í liðið.  Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins sem og þjálfarateymi.  Hvetjum við alla áhugasama til að mæta í Árbæinn og styðja við bakið á stelpunum.

Áfram Keflavík!