Fylkir-Keflavík á mánudag kl 19:15
Keflvíkingar skreppa í Árbæinn á mánudag og spila þar við Fylki í sjöundu umferð Íslandsmótsins. Keflavík hefur tapað síðustu tveimur og núna kemur ekkert annað en sigur til greina til að halda okkur í efri hluta deildarinnar. Leik liðanna í Árbænum á sl. tímabili lauk með sigri okkar manna í hörkuleik 0-1 með glæsilegu marki frá Hólmari Erni Rúnarssyni.
Í síðustu sjö leikjum í Árbænum hefur Keflavík sigrað aðeins einu sinni og tvisvar sinnum gert jafntefli. Við verðum alltaf að reyna að bæta tölfræðina. Með Fylki núna spilar ungur maður að nafni Haukur
Það vita allir að Guðmundur Mete mun ekki spila þennan leik vegna brottreksturs gegn ÍA í síðasta leik ásamt því að Kristján þjálfari mun ekki stjórna liðinu, en hann var rekinn af svæðinu einnig í sama leik. Liðið mun þjappa sér vel saman og þrátt fyrir missi þessara manna munu Keflvíkingar koma vel stemmdir til leiks og gera allt til þess að sigur vinnist. En við þurfum hjálp... og það eruð þið kæru stuðningsmenn Keflavíkur sem við þurfum mest á að halda núna í þessari miklu baráttu sem framundan er. Án góðra stuðningsmanna er þetta bara alls ekki hægt. Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta í Árbæinn og styðja strákana í þessum leik.
ÁFRAM KEFLAVÍK!
Hólmar að skora á móti Fylki í fyrra.