Fréttir

Knattspyrna | 23. júlí 2009

Fylkis-leikurinn hjá Sportmönnum

Sælir Sportmenn !

Þá er komið að  fyrst leik okkar manna á heimavelli (Sparisjóðsvellinum) í seinni umferð.  Að því tilefni ætlum við að breyta aðeins til og fá Steina formann til að fara yfir sumarið og hvað er framundan og gefst mönnum tækifæri til að bauna spurningum á formanninn.  Það mun því enginn kynna sitt Draumalið fyrir þennan leik.

Húsið (íþróttavallarhúsið við Hringbraut) opnar eins og venjulega um kl. 18:00.  Steini mun stíga á stokk ca 18:30 og Kristján þjálfari svo fylgja honum eftir ca kl. 18:45.  Vona að allir sem geta mæta á leikinn.  

Með Sportmannakveðju,
Sigmar Scheving.