Fréttir

Knattspyrna | 14. maí 2008

Fylkisleikurinn hjá Sportmönnum

Heilir og sælir kæru Sportmenn,

Nú er það spurningin hvort við náum að fylgja eftir góðri byrjun í Landsbankadeildinni en það mun koma í ljós á fimmtudaginn þegar við spilum okkar annan heimaleik í röð og mætum þá Fylki.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og við munum hita upp í íþróttahúsinu við Hringbraut samkvæmt hefðinni klukkutímann fyrir leik.  Kristján þjálfari mun líta við, greina frá byrjunarliði og svara fyrirspurnum.  Aðalgestur fundarins er hins vegar formaður deildarinnar, Þorsteinn Magnússon sem mun ávarpa fundargesti.

Vinsamlegast fjölmennið og mætið tímanlega.

Kær kveðja,
stjórn Sportmanna.