Fyrirliðinn að ganga í hnapphelduna...
Okkar ástkæri fyrirliði Guðmundur Steinarsson er að fara að gifta sig í dag sinni heittelskuðu, Önnu Pálu. Á æfingunni í gær voru einhverjir sem tóku sig til, plöstuðu bílinn hans og settu límmíða hér og þar. Að sjálfsögðu vildi enginn kannast við að hafa gert þetta en þetta vakti mikla lukku meðal samherja hans. Kannski eru einhverjir að borga fyrir sig... hver veit. En þarna sannast hið fornkveðna; ef þú átt svona vini þarftu enga óvini. Hér má sjá myndir sem Jón Örvar tók af herlegheitunum í gær, njótið vel.
Við óskum brúðhjónunum til hamingju með daginn og alls hins besta í framtíðinni.