Fyrsta jafntefli sumarsins
Fyrsta jafntefli Keflavíkurliðsins í sumar varð staðreynd í gærkvöldi þegar leik liðsins við Víkinga í Reykjavík lauk 1-1. Það var Daníel Hjaltason sem kom Víkingum yfir með marki úr víti strax í 3. mínútu en Ólafur Ívar Jónsson jafnaði með góðu marki á 37. mínútu og þar við sat. Þetta var fyrsta mark Óla Ívars fyrir Keflavíkurliðið í opinberum leik (deild og bikar) og óskum við honum til hamingju með það.Eftir leikinn í gær er keppnin í 1. deildinni hálfnuð og eins og flestum ætti að vera kunnugt er Keflavík í efsta sæti. Liðið hefur nú 6 stiga forystu á liðið í 2. sæti sem er einmitt Víkingur og 7 stiga forskot á Þór í 3. sætinu. Reikna má með að þessi þrjú lið berjist um tvö efstu sætin í deildinni og þar með sæti í úrvalsdeild næsta sumar. Þar á eftir koma sex lið í einum hnapp með 11 og 10 stig og eru nágrannar okkar Njarðvíkingar einmitt í 4. sætinu með 11 stig. Leiftur/Dalvík rekur svo lestina með 7 stig.
Sæti |
Lið | Leikir | U-J-T | Mörk | Stig |
1 |
Keflavík | 9 | 7-1-1 | 25-10 | 22 |
2 |
Víkingur | 9 | 4-4-1 | 11-7 | 16 |
3 |
Þór | 9 | 4-3-2 | 20-15 | 15 |
4 |
Njarðvík | 9 | 3-2-4 | 15-16 | 11 |
5 |
Haukar | 9 | 3-2-4 | 13-14 | 11 |
6 |
HK | 9 | 3-2-4 | 11-12 | 11 |
7 |
Afturelding | 9 | 3-2-4 | 11-16 | 11 |
8 |
Stjarnan | 9 | 2-4-3 | 11-13 | 10 |
9 |
Breiðablik | 9 | 3-1-5 | 7-10 | 10 |
10 |
Leiftur/Dalvík | 9 | 2-1-6 | 9-20 | 7 |