Fréttir

Knattspyrna | 4. september 2005

Fyrsta meistaraflokkslið kvenna heiðursgestir

Heiðursgestir á leik Keflavíkur og ÍA verða leikmenn úr fyrsta meistaraflokksliði Keflavíkur í kvennaknattspyrnu.  Fyrsti leikurinn var spilaður við Reykjavíkurúrvalið árið 1970 og endaði hann með sigri Reykjavíkurúrvalsins, 0-1.  Leikurinn var settur á sem undanfari leik Íslands og Noregs hjá körlunum. Er það Keflavík sönn ánægja að bjóða þær velkomnar á leikinn og góða skemmtun.