Fyrsta tap sumarsins
Eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi móts tapaði Keflavík sínum fyrsta leik þegar KR kom í heimsókn á Nettó-völlinn. Leikurinn var fjörugur en þrátt fyrir það var aðeins eitt mark skorað og það gerði KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson undir lok leiksins.
Eftir leikinn er Keflavík í 3. sæti deildarinnar með níu stig stig eftir fjóra leiki.
Næsti leikur er heimaleikur gegn FH á Nettó-vellinum fimmtudaginn 22. maí kl. 20:00.
-
Þetta var 96. leikur Keflavíkur og KR í efstu deild. Keflavík hefur unnið 32 leiki en KR hefur sigrað í 35 leikjum, 29 sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 128-149 fyrir KR.
-
Unnar Már Unnarsson kom inn í byrjunarliðið og lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Hann kom inn í liðið fyrir Halldór Kristinn Halldórsson sem var veikur.
-
Anton Freyr Hauksson og Frans Elvarsson voru í leikmannahópi í fyrsta sinn í sumar en komu ekki við sögu í leiknum.
-
KR vann fjórða leik sinn í röð gegn Keflavík í efstu deild en Keflavík hefur ekki náð að sigra í 12 síðustu leikjum sínum gegn KR í deildinni. Þar áður hafði Keflavík ekki tapað níu leikjum í röð gegn KR.
-
Áhorfendur á leiknum voru 1840 en það er mesti fjöldi á leik hjá Keflavík síðan í leik gegn KR á KR-vellinum í maí 2011. Þetta er mesti áhorfendafjöldi á Nettó-vellinum síðan Keflavík lék gegn FH í júlí 2010 en þá var Keflavíkurvöllur vígður eftir miklar endurbætur. Þá mættu 2170 á völlinn.
Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir og Jón Örvar Arason