Fyrsta tapið á heimavelli
Keflavíkurliðið tapaði sínum fyrsta leik á heimavellí í sumar þegar Fjölnismenn komu í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn. Keflavík náði þó forystunni þegar Guðmundur Steinars skoraði upp úr miðjum fyrri hálfleik, hans sjöunda mark í sumar. Gunnar Már Guðmundsson jafnaði úr frekar ódýrri vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Það var svo Ólafur Páll Snorrason sem skoraði sigurmark gestanna í upphafi seinni hálfleiks með glæsilegu langskoti. Okkar menn sóttu aðeins í sig veðrið undir lok leiksins en tókst ekki að jafna leikinn. Eftir leikinn er Keflavík í 2. sæti Landsbankadeildarinnar með 18 stig eftir en Fjölnir er í 3.-4. sæti með 15 stig. Næsti leikur Keflavíkur er útileikur gegn Breiðabliki mánudaginn 30. júní. Þar á eftir koma svo tveir heimaleikir gegn FH, fyrst í VISA-bikarnum og svo í deildinni.
Víkurfréttir
„Þetta er gríðarlega svekkjandi og skelfileg frammistaða hjá okkur í þessum leik,“ sagði Guðmundur Steinarsson í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn. „Við getum ekki boðið okkar stuðningsmönnum upp á svona leik aftur á heimavelli. Það er alveg klárt mál.“
fótbolti.net
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var ekki ýkja sáttur með sína men eftir að þeir töpuðu fyrsta heimaleiknum í sumar.
Það er mjög fúlt að tapa og það er tilfinning sem við höfum ekki fundið oft í sumar en hún minnir okkur á það að það er miklu skemmtilegra að vinna,” sagði Kristján í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
,,Við vorum ekki nógu ákveðnir í leiknum og sendingarnar voru ekki nægilega markvissar, við hefðum matt vera ákveðnari í byrjun og sýna það að við værum á heimavelli.”
‘
Sóknarleikur Keflvíkinga var afar slakur í leiknum og vörn Fjölnis sem lá aftarlega á vellinum spilaði vel.
,,Það er erfitt þegar við erum að spila gegn andstæðingi sem er með helminginn af liðinu sínu alltaf í vörn og þá er það mjög erfitt, okkur tókst að komast yfir og það er mikilvægt en þetta snérist þarna í lokinn á fyrri hálfeik.”
Eftir að Keflvíkingar höfðu komist yfir þá slökuðu þeir á og gestirnir gengu á lagið.
,,Það getur verið að við höfum ekki verið nógu sólgnir í að skora annað mark og að komast í tveggja marka forystu.”
,,Við vorum ekki nógu markvissir í tveimur síðustu leikjum og það hefðu átt að vera nógu háar viðvörunarbjöllur, við eigum ekki að þurfa að tapa til að vakna.”
Hann segir sína men ekki brotna við smá mótlæti. ,,Þetta brýtur okkur ekkert því nú er mótið bara að byrja,” sagði Kristján að lokum í samtali við Fótbolta.net.
gras.is
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis var himinlifandi með sigurinn í Bítlabænum þegar Fjölnir bara sigurorð af Keflavík, 2-1.
,,Ég er himinlifandi að koma hingað og sigra. Þeir eru búnir að skora held ég 3,5 mörk í leik og að koma hingað og vinna," og sagði að 15 stig duga ekki til að halda sæti sínu í deildinni.
,,Þetta er mjög ánægjulegt og við höldum því áfram sem við erum að gera. 15 stig duga ekki til halda sæti sínu í deildinni og við þurfum fyrst að fara klára það markmið áður en við förum að hugsa eitthvað lengra. En við erum mjög ánægðir eins og er," sagði Ásmundur við Tómas Meyer frá Stöð2Sport.
Morgunblaðið
Sem fyrr voru Keflvíkingar sókndjarfari til að byrja með en þannig koma mörkin samt ekki heldur þegar skotið er á markið eins og Ólafur Páll Snorrason gerði eftir 9 mínútna leik, sem skilaði marki en það var fyrsta færi gestanna eftir hlé. Magnús S. Þorsteinsson átti gott skot á 71. mínútu en Þórður í marki Fjölnis varði með glæsibrag yfir slána og undir lokin var pressan mikil en gestirnir héldu haus. Keflvíkingar virtust ekki alveg með hugann við leikinn, ætluðu sér allt of oft að drífa sig um of í að skora. Fyrir vikið vantaði oft broddinn í sóknarleikinn, sem flest lið hafa farið flatt á. Vörnin var ekki alveg nógu traust. Það sem vantaði hjá Keflavík voru Fjölnismenn með, léku agaða og þétta vörn en voru síðan fljótir fram með breiða sóknarlínu, sem virtist koma mótherjum þeirra á óvart.
Ómar Jóhannsson M, Guðjón Árni Antoníusson M, Kenneth Gustafsson M, Hólmar Örn Rúnarsson M, Símun Samuelsen M, Patrik Redo M, Guðmundur Steinarsson M
Fréttablaðið
Fjölnismenn voru gríðarlega grimmir og vinnusamir í fyrri hálfleik og þeir slógu ekki slöku við í síðari hálfleik. Ólafur Páll kom þeim óvænt yfir snemma í hálfleiknum þegar hann vann boltann, lét vaða á markið af talsverðu færi og boltinn söng í netinu. Heimamenn voru gjörsamlega slegnir út af laginu við markið. Leikur þeirra var hugmyndasnauður og ráðleysislegur og varnar menn Fjölnis í litlum vandræðum með að brjóta niður sóknir þeirra.
Ómar 5, Guðjón 5, Guðmundur Mete 6, Kenneth 6, Hallgrímur 5, Magnús 3 (Einar Orri -), Hólmar Örn 5, Hans 5 (Þórarinn 5), Símun 6 (Bessi -), Patrik 3, Guðmundur 6.
Landsbankadeildin, 23. júní 2008 - Sparisjóðsvöllurinn
Keflavík 1 (Guðmundur Steinarsson 32.)
Fjölnir 2 (Gunnar Már Guðmundsson 44. víti, Ólafur Páll Snorrason 53.)
Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Guðmundur Mete, Kenneth Gustafsson, Hallgrímur Jónasson - Magnús Þorsteinsson Einar Orri Einarsson 90.), Hólmar Örn Rúnarsson, Hans Mathiesen (Þórarinn Kristjánsson 20.), Símun Samuelsen (Bessi Víðisson 82.) - Guðmundur Steinarsson, Patrik Redo
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Brynjar Guðmundsson, Magnús Matthíasson, Högni Helgason.
Gul spjöld: Hólmar Örn Rúnarsson (26.), Símun Samuelsen (32.), Bessi Víðisson (83.)
Dómari: Garðar Örn Hinriksson.
Aðstoðardómarar: Oddbergur Eiríksson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.
Eftirlitsmaður: Eyjólfur Ólafsson.
Áhorfendur: 1260.
Gummi nær forystunni en það dugði ekki í þetta sinn.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)