Fréttir

Knattspyrna | 12. apríl 2006

Fyrsta tapið í Deildarbikarnum

Okkar menn töpuðu í fyrsta sinn í Deildarbikanum í ár þegar Víkingar skoruðu eina mark leiksins í Reykjaneshöllinni í kvöld.  Það var Davíð Rúnarsson sem skoraði markið á 58. mínútu.  Boltinn tapaðist þá klaufalega aftarlega á vellinum, Víkingar stungu sér laglega í gegn þar sem Davíð var einn á auðum sjó og skoraði af öryggi.

Keflavík var meira með boltann í byrjun leiksins og fékk nokkur færi.  Næst komst Guðmundur Steinars þegar hornspyrna small í innanverðri stönginni.  Víkingar komu meira inn í leikinn eftir því sem á leið og áttu m.a. skot í slá rétt áður en þeir skoruðu.  Undir lokin lagði Keflavíkurliðið allt í sóknina og gestirnir áttu þá hættulegar skyndisóknir.  Ómar varði t.d. mjög vel þegar einn sóknarmanna Víkings var kominn einn í gegn.

Með sigrinum eru Víkingar komnir að hlið Keflavíkur í efsta sæti riðilsins, bæði lið hafa 13 stig eftir sex leiki.  Næsti leikur okkar í keppninni er gegn næsta fimmtudag, 20. apríl.  Þrátt fyrir tapið í kvöld nægir okkur jafntefli í þeim leik til að vera öruggir með sæti í úrslitum Deildarbikarsins.  Víkingur og Þór mæstast í síðustu umferðinni og þá getur aðeins annað liðið komist upp fyrir Keflavík.

Reykjaneshöllin, 12. apríl 2006
Keflavík 0 
Víkingur 1 (Davíð Rúnarsson 58
.)

Keflavík (4-4-1-1):
Ómar Jóhannsson - Jónas Guðni Sævarsson, Guðmundur Mete, Kenneth Gustafsson, Guðjón Antoníusson (Davíð Örn Hallgrímsson 75.) - Hólmar Örn Rúnarsson, Buddy Farah, Baldur Sigurðsson, Branko Milicevic - Einar Orri Einarsson (Þórarinn Kristjánsson 57.) - Guðmundur Steinarsson.
Gult spjald: Branko Milicevic (10.)

Dómari: Gylfi Þór Orrason
Aðstoðardómarar: Reynir Þór Valgarðsson og Viðar Helgason


Myndir:
Jón Örvar Arason