Fréttir

Knattspyrna | 10. júní 2008

Fyrsti heimaleikur eldri flokks í sumar - LEIK FRESTAÐ !

Íslandsmeistararnir í eldri flokki karla leika í dag, þriðjudaginn 10. júní,  fyrsta heimaleik sinn á Íslandsmótinu í ár.  Leikið verður gegn HK á Iðavöllum 7 og hefst leikurinn kl. 20:00.  Keflavík hefur þegar leikið einn leik í mótinu í ár og var það gegn Val á Hlíðarenda og fóru Keflavíkurpiltar þar með öruggan 6 - 3 sigur. Það verður án efa um hörkuleik að ræða á Iðavöllum en HK hóf einnig leiktíðina á sigri gegn grönnum sínum úr Breiðablik.