Fyrsti heimaleikurinn á föstudag
Fyrsti heimaleikurinn í Landsbankadeildinni er föstudaginn 19. maí kl. 19:15 þegar Víkingar koma í heimsókn. Bæði liðin töpuðu í fyrstu umferðinni og eru því væntanlega staðráðin í að krækja í fyrstu stig sumarsins. Það má því búast við hörkuleik þegar nýliðarnir heimsækja okkur á glæsilegan og breyttan Keflavíkurvöll. Mikil eftirvænting hefur skapast fyrir leikinn enda eru þó nokkrar væntingar gerðar til liðsins og mikið hefur verið lagt í umgjörðina fyrir leiki sumarsins. Okkar leikmenn og stuðningsmenn urðu auðvitað fyrir vonbrigðum með leikinn gegn Eyjamönnum og nú þarf samstillt átak til að gera fyrsta heimaleikinn að sannkölluðum stórleik, innan vallar sem utan.