Fyrsti leikur ársins 2006
Fyrsti leikur ársins hjá Meistaraflokk Keflavíkur verður þann 28. janúar klukkan 10:00 í Reykjaneshöll. Mótherjar okkar eru hinir skemmtilegu Eyjamenn. Það verður gaman að fá vini okkar frá Eyjum í heimsókn en ein ljúfasta rimma á knattspyrnuvellinum sem undirritaður man eftir er einmitt bikarleikirnir 1997 á móti ÍBV. Eins og allir vita þá unnum við þá rimmu enda væri ég ekki að rifja það upp ef öðruvísi hefði farið.
Áfram Keflavík
Frá leik liðanna á Keflavíkurvelli í fyrra.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdótttir)