Fréttir

Knattspyrna | 18. maí 2003

Fyrsti leikurinn á mánudag

Fyrsti leikur Keflavíkur í Íslandsmótinu verður á Keflavíkurvelli á morgun, mánudag, kl. 20:00 þegar Stjörnuliðið kemur í heimsókn.  Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og sjá góðan leik en eins og fólk veit hafa okkar menn verið að leika vel í vor, ekki síst í deildarbikarnum þar sem liðið komst í úrslitaleikinn en tapaði honum í vítaspyrnukeppni.

Keflavíkurvöllur kemur vel undan vetri að þessu sinni en undanfarna daga hafa starfsmenn Nesprýði unnið hörðum höndum við að undirbúa völlinn fyrir fyrsta leik sumarsins.    Búið er að hirða völlinn, setja upp auglýsingaskilti, mála o.fl.  Aðstæður eru því allar hinar bestu og nú er það undir leikmönnum og áhorfendum komið að búa til skemmtilegan leik á mánudagskvöldið og að sjálfsögðu er stefnt að því að byrja tímabilið með sigri.

Keflavíkurvöllur

Keflavíkurvöllur