Fréttir

Knattspyrna | 4. maí 2010

Fyrsti leikurinn verður í Kópavogi

Leikur Keflavíkur gegn Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar verður á Kópavogsvelli þriðjudaginn 11. maí.  Nú er orðið ljóst að ekki tekst að koma upp áhorfendastæðum og annarri aðstöðu á Njarðvíkurvelli i tæka tíð.  Fyrsti heimaleikur okkar verður því þann 20. maí gegn Fylki.