Fréttir

Fyrsti sigurinn í höfn
Knattspyrna | 17. maí 2013

Fyrsti sigurinn í höfn

Keflavík vann fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni þetta sumarið þegar liðið vann góðan sigur á Víkingum í Ólafsvík.  Byrjunin var þó ekki glæsileg en Björn Pálsson kom heimamönnum yfir strax í upphafi leiks.  Okkar menn vöknuðu til lífsins í seinni hálfleik og Jóhann Birnir Guðmundsson jafnaði metin.  Jóhann Birnir skoraði svo úr vítaspyrnu skömmu síðar og kom Keflavík.  Það var svo Magnús Þórir Matthíasson sem gulltryggði sigurinn með marki á lokamínútunni.

Eftir leikinn er Keflavík í 8. sæti deildarinnar með þrjú stig.  Næsti leikur er heimaleikur gegn Fylki á Nettó-vellinum mánudaginn 20. maí kl. 19:15.

Myndir frá Jóni Örvari er komnar í myndasafnið.

Leikskýrsla á KSÍ.is

  • Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur og Víkings í efstu deild og liðin hafa reyndar aldrei leikið áður í deild eða bikar.
     
  • Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði 35. og 36. markið fyrir Keflavík í efstu deild í 126 leikjum.  Hann er í 6. sæti yfir markahæstu leikmenn félagsins frá upphafi en nokkuð langt er í næstu menn en það eru Ragnar Margeirsson með 49 mörk og Þórarinn Kristjánsson með 48.  Magnús Þórir Matthíasson skoraði 8. markið fyrir Keflavík í efstu deild í 55 leikjum.
     
  • Andri Fannar Freysson var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild en hann kom inn í liðið fyrir Ray Anthony Jónsson sem er meiddur.
     
  • Benis Krasniqi kom inn á undir lokin og lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík.