Fréttir

Knattspyrna | 25. janúar 2005

Fyrstu leikir undir stjórn Guðjóns

Keflavík mun leika sína fyrstu leiki undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar í vikunni.  Á morgun, miðvikudaginn 26. janúar, leikur Keflavík við Aftureldingu í Reykjaneshöll og hefst leikurinn kl. 18:00.  Á laugardagsmorgun koma Skagamenn í heimsókn og leikurinn hefst kl. 10:00 fyrir hádegi.  Það er mikil eftirvænting í hópnum fyrir þessa leiki en þjálfarinn er að herða tökin á liðinu og fær nú tækifæri til að sjá leikmenn sem hann hefur ekki áður séð á leikvelli.  Æfingar hafa gengið vel og tekið hefur verið vel á því, æfingarnar hafa verið fjölbreyttar og erfiðar en Guðjóni til aðstoðar er Kristján Guðmundsson.  Keflvíkingar eru hvattir til að fjölmenna í Reykjaneshöllina og sjá leikina.