Fréttir

Knattspyrna | 22. maí 2005

Fyrstu stigin í höfn

Keflavík krækti í sín fyrstu stig í Landsbankadeildinni með 3-2 sigri á ÍBV á útivelli.  Það var Hörður Sveinsson sem kom okkar mönnum yfir í upphafi leiks en gamla kempan Steingrímur Jóhannesson jafnaði fyrir heimamenn.  Guðmundur Steinarsson kom Keflavík aftur yfir og í byrjun seinni hálfleiks skoraði Ingvi Rafn Guðmundsson þriðja markið.  Andri Ólafsson minnkaði síðan muninn á síðustu sekúndum leiksins.