Garðar skrifar undir
Garðar Eðvaldsson hefur skrifað undir leikmannasamning hjá Keflavík og gildir samningurinn í þrjú ár. Garðar er sterkur varnarmaður og hefur verið burðarás í liði 2. flokks undanfarin ár. Hann var valinn leikmaður ársins hjá 2. flokki síðasta sumar. Garðar kom inn á í bikarleik meistaraflokks gegn Þrótti síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Hann var í byrjunarliðinu í gær í sigurleik gegn Njarvík í Lengjubikarnum og stóð sig vel. Undanfarið hefur Keflavík verið að ganga frá samningum við yngri leikmenn liðsins og er ánægjulegt að Garðar hefur bæst í þann hóp.
Myndir: Jón Örvar
Garðar eftir undirskriftina.
Friðrik framkvæmdastjóri og Þorsteinn formaður fylgjast vel með Garðari.