Fréttir

Knattspyrna | 9. desember 2004

Geisladiskasala 3. flokks

Söngskóli Maríu og Siggu styrkir „Blátt áfram“, forvarnarverkefni UMFÍ  gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi með útgáfu á nýjum geisladiski með jólalögum þar sem valdir nemendur skólans syngja öll  lögin.

Í kvöld, fimmtudaginn 9. desember, ganga í hús piltar í 3.  flokki Keflavíkur og bjóða geisladiskinn til sölu á 2000 kr.  Salan er einnig liður í fjáröflun flokksins.  Nánari upplýsingar um diskinn má fá á heimasíðu verkefnisins.

Fólk er hvatt til þess að taka vel á móti piltunum og slá þrjár flugur í einu höggi, þ.e. eignast góðan jóladisk, styrkja forvarnarverkefni UMFÍ og síðast en ekki síst að styrkja unga og efnilega knattspyrnumenn í 3. flokki Keflavíkur.