Glaðir á góðri stundu
Tveir af skemmtilegustu stuðningsmannahópum Landsbankadeildarinnar mættust á sunnudaginn þegar Keflavík og FH léku á Keflavíkurvelli. Keflvíkingarnir í PUMA-sveitinni og FH-mafían hafa vakið athygli fyrir kröftugan og skemmtilegan stuðning við sín lið og þessis klúbbar hafa líka haft gott samstarf sín á milli. Fyrir leikinn hittust félagar úr sveitunum og kepptu í Go-kart og síðan var hitað upp fyrir leikinn í sameiningu. Þegar flautað var til leiks fór keppnisskapið auðvitað að koma í ljós þó menn gleymdu ekki léttleikanum.
Nokkrir úr hópunum stilla sér upp eftir Go-kart keppnina miklu.
(Mynd: Jón Örvar Arason)