Fréttir

Glæsileg endurkoma og markaregn í Eyjum
Knattspyrna | 24. ágúst 2012

Glæsileg endurkoma og markaregn í Eyjum

Eins og fram hefur komið vann Keflavík góðan útisigur gegn ÍBV í vikunni.  En það var ekki bara meistaraflokkur sem var í Eyjum þann dag því piltarnir í liði 4. flokks C2 voru með í för og léku gegn jafnöldrum sínum í ÍBV.  Auðvitað mættu leikmenn meistaraflokks og liðstjórn á leikinn hjá strákunum í mikilli rigningu.  Þetta var skrautlegur leikur í meira lagi og mikið fjör.  Keflavík komst í 0-1 og svo komust Eyjapeyjar í 5-1.  Þannig var staðan í hálfleik og útlitið ekki gott.  En í seinni hálfleik fór leikurinn bara fram á vallarhelmingi ÍBV og okkar piltar röðuðu raðaði inn mörkunum. Alls skoruðu strákarnir níu mörk í seinni hálfleik og sigruðu 5-10..., já, níu mörk í röð í einni af ótrúlegri endurkomum sem sést hafa!  Marel Sólimann Arnarson og Hrannar Darri Kjartansson skoruðu báðir þrennu í þessum fjöruga leik, Árni Geir Rúnarsson skoraði tvö og Davíð Snær Jóhannsson og Milan Medic eitt mark hvor. 

Jón Örvar var á leiknum ásamt fleirum úr meistaraflokki og tók nokkrar myndir.