Glæsileg yngriflokkamót
Barna- og unglingaráð Keflavíkur og þjálfarar yngri flokka í samstarfi við foreldrafélögin standa fyrir helgarmótum í Reykjaneshöll margar helgar í haust og vetur eins og sjá má á heimasíðu Keflavíkur. S.l. laugardag var 6. flokks mót í Reykjaneshöll sem tókst ákaflega vel. Mikill fjöldi liða tók þátt og var húsið mjög líflegt með öllum börnunum og foreldrum sem fylgdust spennt með. Leikið var í 4 deildum; Brasilíudeild, Argentínudeild, Chiledeild og í Dönsku deildinni. Það vakti athygli mína hvað vel var staðið að öllum málum hjá okkar fólki. Það er ekki nýtt en vert að minnast líka á það sem vel er gert. Úrslit leikja í deildunum voru sett fagmannlega upp í töflu og fengu öll þáttökuliðin lokaniðurstöðu mótsins senda í tölvutæku formi. Ég læt fylgja póst frá einum þjálfara sem þakkaði fyrir sig. ási
"Sæll! (Gunnar M. Jónsson)
Snilldarmót og vel skipulagt í alla staði. Er ykkur Keflvíkingum til mikils sóma.
Kv. Eysteinn (Þróttarþjálfari)"