Fréttir

Glæsilegur sigur hjá stelpunum gegn Haukum
Knattspyrna | 29. febrúar 2016

Glæsilegur sigur hjá stelpunum gegn Haukum

Keflavíkurstúlkur sigruðu Hauka mjög sannfærandi í Faxaflóamótinu á mánudagskvöld. Leikið var í Reykjaneshöll og eftir markalausar 59 mínútur fóru stúlkurnar heldur betur í gang. Anita Lind Daníelsdóttir skoraði fyrsta markið með góðu skoti úr vítateignum á 60. mínútu. Sveindís Jane Jónsdóttir setti svo tvö glæsileg mörk á 69. og 79. mínútu. Á 90. mínútu kom fjórða markið sem var sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Kötlu Maríu Þórðardóttur. Virkilega flottur leikur hjá stelpunum gegn góðu Hauka liði.

Lið Keflavíkur í leiknum:
Auður Erla Guðmundsdóttir (m), Eva Lind Daníelsdóttir, Kristrún Ýr Holm (fl.), Þóra Kristín Klemensdóttir, Ólöf Stefánsdóttir (Íris Una Þórðardóttir), Sólveig Lind Magnúsdóttir (Berta Svansdóttir), Ljiridona Osmani, Brynja Pálmadóttir, Anita Lind Daníelsdóttir (Birgitta Hallgrímsdóttir), Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Marín Rún Guðmundsdóttir), Sveindís Jane Jónsdóttir (Katla María Þórðardóttir).

Leikskýrslan úr leiknum

Keflavík er í 2. sæti í riðlinum í Faxaflóamótinu með 9 stig að loknum 4 leikjum.
Staðan í riðlinum.

Næsti leikur stúlknanna er æfingaleikur gegn Pepsi-deildar liði FH í Reykjaneshöll mánudaginn 7. mars kl. 19:00.