Fréttir

Knattspyrna | 20. apríl 2006

Gleðilegt sumar!

Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar iðkendum, stuðningsmönnum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum sínum gleðilegs sumars.  Það er mikil tilhlökkun hjá okkur öllum fyrir komandi knattspyrnusumri þar sem markmiðin eru sett hátt.  Stjórnar- og nefndarmenn, starfsmenn, þjálfarar og iðkendur hafa allir lagst á árina og nú skal róið til sigurs.  Það er ósk Knattspyrnudeildar að stuðningsmenn Keflavíkur komi einnig ferskir til leiks og verði 12. maðurinn í liðinu.  Í sumar verða sæti fyrir 1000 manns á Keflavíkurvelli og er það enn einn liðurinn í því að gera umgjörð leiksins betri og meiri fyrir áhorfendur og liðin okkar.    Þar sem vetur og sumar frusu saman á það að boða gott sumar, við segjum „Gott Keflavíkursumar“.  Áfram Keflavík!