Fréttir

Knattspyrna | 27. maí 2004

Góð byrjun hjá 2. flokki

Á þriðjudaginn lék 2. flokkur karla fyrsta leik sinn í Íslandsmótinu þegar strákanir heimsóttu Valsmenn að Hlíðarenda.  Keflavík/Njarðvík vann 3-2 í hörkuleik þar sem Valsliðið komst í 2-0 á fyrstu mínútunum og einn okkar stráka var rekinn út af eftir um 20 mínútna leik.  Strákarnir sýndu hins vegar mikla baráttu og tókst að knýja fram 3-2 sigur; Davíð Hallgrímsson skoraði tvö markanna og Einar Valur Árnason eitt. 

Um helgina verður síðan mikið að gera hjá 2. flokknum.  Liðið fer þá til Akureyrar og leikur tvo leiki á jafnmörgum dögum.  Á laugardaginn verður leikið við KA og á sunnudaginn gegn Þór.  Sjá má úrslit og stöðu hjá flokknum á heimasíðu KSÍ.