Góð byrjun hjá 2. flokki
Lið 2. flokks hefur farið vel af stað í B-deildinni í sumar. Strákarnir eru búnir að leika þrjá leiki og hafa unnið þá alla. Í fyrsta leik vannst stórsigur á HK, 7-0. Síðan var komið að Fjölni og þar unnu strákarnir góðan útisigur, þeir Tómas Pálmason og Högni Helgason skoruðu og lokatölur 2-0 fyrir Keflavík. Í síðustu viku var leikið gegn Aftureldingu á heimavelli. Ekki byrjaði það vel því gestirnir skoruðu strax á 1. mínútu. En okkar strákar fóru fljótlega í gang og unnu 8-1 sigur þar sem Högni bakvörður Helgason skoraði þrjú mörk. Sigurður Freyr Helgason skoraði tvö og Magnús Már Ágústsson, Magnús Þórir Matthíasson og Sigurður Gunnar Sævarsson eitt hver. Liðið hefur verið að leika ágætan fótbolta og ljóst að þarna eru sterkir strákar á ferðinni.
Mynd: Markamaskínan Högni Helgason.