Góð byrjun hjá 3. flokki á ReyCup
3. flokkur karla eru að gera góða hluti á ReyCup, sem er alþjóðlegt knattspyrnumót. Þeir hófu leikinn á fimmtudag og gerðu sér þá lítið fyrir og sigruðu sænska liðið Örgryte 4-3, eftir að hafa lent undir 0-2. Mörk Keflvíkinga skoruðu Natan Freyr Guðmundsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Björgvin Magnússon og Gísli Gíslason.Næst leikur var gegn UMFÁ og unnu Keflvíkingar sannfærandi sigur 7-0. Þar skoraði Magnús Þórir Matthíasson 3 mörk. Aðrir sem skoruðu voru Natan Freyr, Þorsteinn og Fannar Óli Ólafsson.
Í dag var síðan leikið gegn Völsungi og unnu okkar menn leikinn 1-0 og var það Fannar sem skoraði markið mikilvæga. Á morgun er síðasti leikurinn í riðlakeppninni og er þá leikið gegn Þrótti Reykjavík. Að þeim leik loknum hefst undanúrslit og á sunnudag verður leikið um sæti.
Við vekjum athygli á því að nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu ReyCup.