Góð byrjun í Deildarbikarnum
Okkar menn byrjuðu vel í Deildarbikarnum þetta árið og unnu 1-0 sigur á Valsmönnum. Leikurinn fór fram í Egilshöllinni og það var fyrirliðinn Guðmundur Steinarsson sem setti eina mark leiksins eftir snilldarsendingu frá Símun Samuelsen. Byrjunarliðið var þannig skipað: Ómar - Issa, Kenneth, Guðmundur Mete, Guðjón - Baldur, Einar Orri, Jónas, Magnús - Guðmundur Steinars, Símun. Næsti leikur er gegn KA í Fífunni næsta laugardag.
Myndir: Jón Örvar Arason
Gummi, Baldur, Jónas og Guðjón.
Sótt að marki Vals.
Fyrirliðinn fær gult.
Baldur átti góðan leik.
Gummi skoraði eina mark leiksins.
... og því var vel fagnað.
Ómar var mjög öruggur í markinu.