Góð byrjun í Lengjubikarnum
Fyrsti leikurinn í Lengjubikarnum fór fram um helgina en þá mættu okkar menn Grindavík í Reykjaneshöllinni. Úrslit leiksins réðust í blálokin en lokatölur urðu 4-2 fyrir Keflavík.
Það var Óli Baldur Bjarnason sem náði forystunni fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Fyrirliðinn Haraldur Freyr jafnaði metin og Hólmar Örn kom Keflavík svo yfir. Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði svo fyrir Grindavík en Keflavík tryggði sér svo sigurinn með tveimur mörkum í blálokin en þar voru Hólmar Örn og Bojan á ferðinni.
Næsti leikur í Lengjubikarnum er næsta laugardag en þá leikum við gegn Þór. Leikurinn verður reyndar í Akraneshöllinni og hefst kl. 14:00.
Myndir: Jón Örvar
Byrjunarlið Keflavíkur.
Hollenski markmaðurinn Richard Arends mættur
og sést hér með Sævari markmannsþjálfara.
Markaskorarar í leiknum, Bói, Halli og Bojan.