Fréttir

Knattspyrna | 13. júlí 2007

Góð ferð á Selfoss hjá 5. flokki karla

Keflavíkurpiltar í 5. flokki fóru á Selfoss í gær og spiluðu gegn heimamönnum í Íslandsmótinu á gervigrasvellinum á Selfossi.  Piltarnir stóðu sig mjög vel og höfðust 3 sigrar og eitt jafntefli í hús.  Úrslit leikjanna voru sem hér segir:

A - lið:
Selfoss - Keflavík 1 - 2 (0 - 1)
Mörk Keflavíkur: Samúel Kári Friðjónsson og Elías Már Ómarsson.
A - liðið hefur staðið sig frábærlega í sumar og er með fullt hús stiga á toppnum í riðlinum.
Staðan.
Leikskýrsla.

B - lið:
Selfoss - Keflavík 2 - 2 (1 - 1)
Mörk Keflavíkur: Ari Steinn Guðmundsson og Ási Skagfjörð Þórhallsson.
B - liðinu hefur gengið heldur brösulega en þeir voru mjög nálægt sigri í gær, en Selfyssingar jöfnuðu þegar 1 mín. var eftir.
Staðan.
Leikskýrsla.

Sameiginleg staða A og B liða.
Þrjú efstu liðin í sameiginlegri keppni A og B liða fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins, tvö efstu liðin færast upp í A - deild næsta sumar.

C - lið:
Selfoss - Keflavík 1 - 6 (1 - 2)
Mörk Keflavíkur: Róbert Freyr Samaniego 3, Arnar Már Örlygsson 2 og Kornel Aleksander Wolak.
C - liðinu hefur gengið mjög vel í sumar og hafa einungis tapað einum leik.  Í gær spiluðu strákarnir einn sinn besta leik í sumar og sundurspiluðu Selfyssinga oft á tíðum með frábærri spilamennsku.
Staðan.
Leikskýrsla.

D - lið:
Selfoss - Keflavík 2 - 4 (1 - 4)
Mörk Keflavíkur: Eiður Snær Unnarsson 2, Eiríkur Kristinn Kristjánsson og Óðinn Jóhannsson.
Mjög góður fyrri hálfleikur gerði út um leikinn hjá D - liðs piltunum.
Staðan.
Leikskýrsla.

Næsti leikur Keflavíkur á Íslandsmótinu er gegn Fjölni.  Leikið verður í Egilshöll mánudaginn 16. júlí.  A og C lið spila kl. 15:00.  B og D lið spila kl. 15:50.

 


Arnar Már Örlygsson sem er fyrir miðri mynd spilaði mjög vel gegn Selfossi og gerði tvö mörk fyrir C - liðið.  Myndin er tekin á N1 mótinu sem fram fór á Akureyri á dögunum. 
Með Arnari á myndinni eru Brynjar Freyr Garðarson til vinstri og Hilmir Gauti Guðjónsson til hægri.