Góð ferð á Skagann
Keflavík sigraði ÍA 3-1 í æfingaleik á Akranesi í gærkvöldi. Spilaðar voru 3x30 mínútur og voru þjálfararnir Guðjón og Ólafur að prófa ýmislegt og jafnframt að skoða leikmenn. Allir leikmenn beggja liða fengu að spreyta sig. Brian O´Callaghan var að spila sinn fyrsta leik með Keflavík og stóð sig með miklum ágætum. Það gerði einnig Serbinn Branco í stöðu vinstri bakvarðar og stóð sig einnig mjög vel. ÍA komst yfir í fyrsta leikhluta en Keflavík svaraði með þremur í þriðja leikhluta með glæsilegum mörkum frá Ólafi Jóni sem var með tvö og Bjarni Sæmunds með eitt. Þriðja mark Keflavíkur sem Ólafur Jón skoraði var sérlega glæsilegt, viðstöðulaust skot frá vítateigslínu og í samskeytin. Annars voru mörkin virkilega góð.
Myndir: Jón Örvar Arason
Brian O´Callaghan stóð sig vel.
Michael var traustur í vörninni.
Guðjón og Kristján á línunni.
Serbinn Branko kom mjög vel út.
Guðjón að gefa skipanir.
Það er ýmislegt gert! Gummi Steinars að kælir ökklann.
ÍA setti inn aukasenter og Maggi hafði gaman að.
Ólafur Jón með tvö mörk og stóð sig mjög vel.
Falur sjúkraþjálfari í kuldanum á Akranesi í gærkvöldi.