Fréttir

Knattspyrna | 24. júlí 2005

Góð úrslit hjá 5. flokki kvenna

5. flokkur kvenna lék gegn Leikni s.l. fimmtudag og var leikið í A- og B-liðum. 

Leiknir hafði ekki tapað stigi í 5. flokki áður en koma að þessum leik og ætluðu sér að taka þrjú auðveld stig.  Okkar stelpur voru ekkert á því að láta þær gera það svo auðveldlega.  Úr varð mjög skemmtilegur leikur tveggja góðra liða og gat sigurinn lent öðru hvoru megin en liðin skiptu þó með sér stigunum með markalausum leik.

5. flokkur, A-lið: Keflavík - Leiknir R.: 0-0
Keflavík:
Arna, Guðný, Marsibil, Birna, Bryndís, Guðbjörg, Sigurrós

B-liðið var aldrei í neinum vandræðum í sínum leik og vann auðveldan sigur 2-0.  Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri en þær létu tvö mörk duga að þessu sinni

5. flokkur, B-lið: Keflavík - Leiknir R.: 2-0 (Marta Magnúsdóttir, Alexandra Herbertsdóttir)
Keflavík:
Þórarna, Kara, Alexandra, Eiríka, Marta, Jóhanna, Guðrún, Una, Ólöf