Fréttir

Góðir sigrar hjá 2. flokki
Knattspyrna | 12. febrúar 2014

Góðir sigrar hjá 2. flokki

Sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki hefur farið vel af stað í vetur.  Um síðustu helgi sigruðu bæði A- og B-liðin í Faxaflóamótinu en andstæðingarnir voru Selfoss/Hamar/Ægir.  A-liðið vann sinn leik 4-3 en mörkin skoruðu þeir Sigfús Kristján Pálsson, Jón Tómas Rúnarsson, Fannar Orri Sævarsson og Ari Steinn Guðmundsson.  Hjá B-liðinu urðu lokatölur 3-0 en þar voru markaskorarar þeir Óðinn Jóhannsson, Sindri Þór Guðmundsson og Fannar Guðni Logason.  Liðin eru bæði í toppbaráttunni í sínum riðlum í mótinu.  Um helgina var einnig leikið gegn HK og þar höfðu okkar menn 3-2 sigur þar sem Aron Róbertsson skoraði tvö markanna og Kristinn Sveinn Kristinsson eitt.

Á myndinni með fréttinni eru Fannar Orri Sævarsson og Ari Steinn Guðmundsson en þeir voru báðir á skotskónum um helgina.