Góðir sigrar hjá 4. flokki
4. flokkur kvenna lék í gær gegn HK í Kópavoginum. Vegna sumarleyfa reyndist erfitt að manna tvö 7 manna lið en það tókst að lokum með því að nota stelpur úr 5. flokki. Ekki mátti meiðast þar sem hvorugt liðið hafði skiptimann til taks! Þrátt fyrir þreytu er liða fór á leikina gáfust stelpurnar aldrei upp og eiga virkilega hrós skilið fyrir góðan leik og frábæra baráttu.
4. flokkur kvenna, A-lið:
HK - Keflavík: 2 - 2 (Helena Rós Þórólfsdóttir og Sigurbjörg Auðunsdóttir)
Stelpurnar voru virkilega óheppnar að hala ekki inn 3 stig í þessum leik en heimamenn jöfnuðu leikinn þegar ein mínuta var eftir af leiknum. Stúlka dagsins: Rebekka Gísladóttir.
4. flokkur, B-lið:
HK - Keflavík: 2 - 6 (Eyrún Ósk Magnúsdóttir 5, Berta Björnsdóttir)
Stelpurnar komu verulega á óvart í þessum leik en búist var við að róðurinn yrði erfiður. En með góðri baráttu hafðist sigur sem hefði getað orðið stærri ef tækifærin hefðu nýst betur. Eyrún var sett í fremstu víglínu og sú var í stuði; setti boltann fimm sinnum í netið en með smáheppni hefði hún getað sett þau fleiri. Stúlka dagsins: Eyrún Ósk Magnúsdóttir.