Góðir sigrar um helgina
Karla- og kvennaliðin okkar voru bæði í eldlínunni um helgina og unnu bæði góða sigra í Reykjaneshöllinni.
Stelpurnar byrjuðu á laugardaginn þegar þær léku við lið HK/Víkings í Faxaflóamótinu. Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir kom Keflavík yfir en Hugrún María Friðriksdóttir kom gestunum yfir með tveimur mörkum. Okkar stúlkur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleikinn. Það voru þær Bryndís Jóna Ásgeirsdóttir og Signý Jóna Bjarnveigardóttir sem gerðu mörkin en þær höfðu báðar komið inn á sem varamenn.
Karlaliðið lék svo gegn Tindastól á sunnudag í Lengjubikarnum. Stólarnir sáu aldrei til sólar í þeim leik og lokatölur urðu 7-0 fyrir Keflavík. Magnús Þorsteinsson, Guðmundur Steinarsson, Frans Elvarsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu í fyrri hálfleik og Sigurbergur Elísson, Þorsteinn Þorsteinsson og Einar Orri Einarsson bættu við mörkum í þeim seinni. Alls voru það því sjö leikmenn sem skiptu mörkunum sjö á milli sín. Keflavík er með 6 stig eftir þrjá leiki í riðlinum en næsti leikur er gegn ÍBV í Reykjaneshöllinni næsta sunnudag kl. 14:00.
Mynd: Frans var á skotskónum um helgina eins og fleira gott fólk.