Góður bikarsigur
Góður sigur vannst á Fram í Laugardalnum í VISA-bikarkeppninni. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið á 25 mínútu eftir góða hornspyrnu Guðmundar Steinarssonar. Þrátt fyrir gott veður og góðar aðstæður var leikurinn ekkert sérstakur en góður sigur okkar manna staðreynd engu að síður.
Fram og Keflavík eigast við að nýju í Landsbankadeildinni fimmtudaginn 8. júlí kl. 19.15 í Keflavík.
Keflvíkingar eru hvattir til að mæta og hvetja sína menn.