Fréttir

Knattspyrna | 7. júlí 2006

Góður bikarsigur í Breiðholtinu

Keflavík komst í 8 liða úrslit VISA-bikarsins í gærkvöldi eftir 3-0 sigur á Leikni.  Hér kemur umfjöllun um leikinn af fotbolti.net sem er birt með leyfi þeirra.

Leiknir og Keflavík mættust í kvöld í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins á Leiknisvelli, og það voru gestirnir sem sigruðu 0-3 þar sem hin sjóðheiti Stefán Örn Arnarsson skoraði tvö mörk og fyrirliðinn Guðmundur Steinarsson skoraði hitt markið úr vítaspyrnu.

Það var strax á 8. mínútu sem Keflavík komst yfir og þar var að verki Stefán Örn Arnarsson, hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn Leiknis og gerði engin mistök og setti boltan framhjá Val Gunnarsyni markmanni Leiknis, staðan 1-0 fyrir Keflavík sem fengu óskabyrjun.

Leiknis menn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp, og á 15. mínútu þegar Hallgrímur Jónasson hitti ekki boltann í vörn Keflavík, slapp Guðlaugur Axelsson einn í gegn, en Magnús Þormar í marki Keflavík varði vel. Leiknis menn gáfu ekkert eftir og hinn ungi og efnilegi Halldór Halldórsson var nálægt því að jafna með góðum skalla eftir hornspynu en eins og áður var Magnús Þormar í marki Keflavík vel vakandi og varði vel.

Á 35. mínútu dró aftur til tíðinda þegar Keflavík fékk vítaspyrnu, við litla hrifningu stuðningsmanna Leiknis. Það var fyrirliði liðsins Guðmundur Steinarsson sem steig á punktinn og skoraði, en tæpt var það því Valur Gunnarsson í marki Leiknis varði boltann inn. Staðan 2-0 fyrir Keflavík, og Leiknis menn klaufar að vera ekki búnir að jafna leikinn enda fengu þeir nokkur dauðafæri.

Á 43. mínútu sló Stefán Örn Arnarsson Leiknismenn endanlega útaf laginu en eftir klafs í teig Leiknis var Stefán á réttum stað og setti boltann í markið, staðan 3-0 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja.

Fyrsta alvöru færi seinni hálfleik fékk Þórarinn Kritjánsson á 65. mínútu, en hann var nýkominn inná sem varamaður. Eftir það fengu Keflvíkingar nokkur hættuleg færi og til að mynda átti fyrirliði liðsins Guðmundur Steinarsson skot í slá eftir að hann hafi snúið boltann listar vel. 

Lokastaðan á Leiknisvelli 0-3, en þó eiga Leiknis menn hrós skilið fyrir góða baráttu og léku oft á tíðum fína knattspyrnu. Keflavík komið í átta liða úrslit og mæta þar Skagamönnum á útivelli.


Keflavík (4-4-2): Magnús Þormar, Guðjón Antoníusson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Mete, Kenneth Gustafsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Símun Samuelsson, Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson, Guðmundur Steinarsson, Stefán Örn Arnarsson.
Varamenn: Ómar Jóhannsson, Þórarinn Kristjánsson, Branislav Milicevic, Viktor Guðnason, Ragnar Magnússon, Einar Orri Einarsson,
Magnús Sverrir Þorsteinsson. 

Leiknir Reykjavík: Valur Gunnarsson, Tómas Michael Reynisson, Freyr Alexandersson, Halldór Kristinn Halldórsson, Steinarr Guðmundsson, Haukur Gunnarsson, Guðlaugur Andri Axelsson, Gunnar Hilmar Kristinsson, Mentor Zhubi, Einar Örn Einarsson, Pétur Örn Svansson
Varamenn: Davíð Snorri Jónasson, Björn Sigurbjörnsson, Helgi Pjetur Jóhannsson, Þór Ólafsson, Kjartan Örn Þórðarson, Hannes Hjálmarsson, Viðar Guðmundsson.

Dómari leiksins: Erlendur Eiríksson
Aðstæður: Völlurinn í góðu standi og fínt fótboltaveður.
Maður leiksins: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.) Ungur og efnilegur leikmaður sem var að spila gríðarvel.


Stefán skorar fyrsta markið.
(Mynd: Jón Örvar Arason)