Fréttir

Góður heimasigur
Knattspyrna | 2. ágúst 2012

Góður heimasigur

Keflavík vann ágætan sigur á liði Álftaness þegar liðinn mættust á Nettó-vellinum í 1. deild kvenna.  Staðan í hálfleik var 1-0 eftir að Hafdís Mjöll Pálmadóttir hafði skorað á hinni margfrægu markamínútu.  Fanney Kristinsdóttir bætti öðru marki við þegar um tiu mínútur vou til leiksloka og Karitas Ingimarsdóttir bætti svo við marki úr vítaspyrnu í blálokin.  Gestunum tókst samt að finna tíma til að minnka muninn þegar Eyrún Harpa Einarsdóttir skoraði.

Eftir leikinn er Keflavík 4. sæti riðilsins með 14 stig.  Næsti leikur Keflavíkur er heimaleikur gegn Völsungi en hann verður á Nettó-vellinum miðvikudaginn 8. ágúst kl. 18:00.

  • Þetta var 9. deildarleikur Keflavíkur og Álftaness og hefur Keflavik unnið þá alla.
     
  • Hafdís Mjöll Pálmadóttir skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Keflavík í sínum 10. leik.  Hafdís Hafði áður skorað eitt bikarmark í sumar.
     
  • Fanney Kristinsdóttir skoraði annað mark sitt í sumar og 9. deildarmarkið í 41 leik.
     
  • Karitas Ingimarsdóttir gerði sitt þriðja mark í deildinni í sumar en þau hafa öll komið úr vítaspyrnum.  Karitas er markahæst liðsins í sumar en hún hefur nú gert átta mörk í 56 deildarleikjum.

 

1. deild kvenna, Nettó-völlurinn, 1. ágúst 2012
Keflavík 2 (Hafdís Mjöll Pálmadóttir 43., Fanney Þórunn Kristinsdóttir 81., Karitas Ingimarsdóttir 91. víti)
Álftanes 1 (Eyrún Harpa Einarsdóttir 93.)

Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir, Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Anna Helga Ólafsdóttir (Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir 73.), Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Heiða Helgudóttir (Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir 57.), Ólína Ýr Björnsdóttir (Sigurrós Eir Guðmundsdóttir 57.), Hafdís Mjöll Pálmadóttir (Signý Jóna Bjarnveigardóttir 83.).
Varamaður: Telma Rún Rúnarsdóttir.
Gul spjöld: Hulda Matthíasdóttir (18.), Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir (93.)

Dómari: Egill Örn Þórarinsson.
Aðstoðardómarar: Eðvarð Atli Bjarnason og Sigurpáll Viggó Snorrason.
Áhorfendur: 50.