Fréttir

Knattspyrna | 22. október 2004

Góður leikur en tap hjá 3. flokki

3. flokkur kvenna tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Faxaflóamótinu s.l. sunnudag og var um mjög skemmtilegan leik á að horfa þar sem bæði lið voru að spila fínan sóknarbolta.  Fyrr í sumar steinlágu stelpurnar fyrir Breiðablik í úrslitakeppninni en nú átti að taka á þeim.  Það var svo sannarlega gert en þó ekki fyrr en að hafa lent undir 0-2 eftir tíu mínútna leik eftir slæm varnarmistök.  Eftir að Sonja hafði náð að minnka muninn fóru stelpurnar að hafa trú á því að þær gætu vel sigrað þennan leik, þær fóru að láta boltann ganga nokkuð vel á milli og skapa sér færi.  Karen náði að jafna leikinn í 2-2 og þannig var staðan í hálfleik.  Strax í upphafi seinni hálfleiks skora gestirnir þriðja mark sitt eftir herfileg mistök í vörninni.  Stelpurnar létu þetta ekki slá sig út af laginu og áttu sín færi sem þó ekki voru að ganga upp að þessu sinni.  Um miðjan hálfleikinn skora Blikar fjórða mark sitt eftir stungusendingu inn fyrir vörnina.  Enn héldu okkar stelpur áfram að fá færi og komust t.d. tvisvar einar á móti markmanni en voru að klára of seint og færin runnu út í sandinn.  Lokastaða þessa leiks 2-4.  Leikur Breiðabliks byggðist mikið upp á stungusendingum enda með fljóta framherja og það gaf þeim þrjú mörk.  Okkar stelpur voru að spila mjög vel og þá sérstaklega Anna Rún markvörður sem var vel vakandi og spilaði oft sem sweeper líka.  Þrátt fyrir tap geta stelpurnar borið höfuðið hátt því þær áttu síst minna í leiknum.

Næsti leikur 3. flokks er á sunnudaginn gegn Stjörnunni í Garðabænum og hefst leikurinn kl.16:00.

4. flokkur kvenna:
Keflavík - Breiðablik: 2-4 (Sonja Sverrisdóttir, Karen Sævarsdóttir)