Fréttir

Knattspyrna | 23. júní 2008

Góður sigur á Fjölni

Keflavíkurstúlkur fengu lið Fjölnis í heimsókn í Landsbankadeild kvenna s.l. mánudag á Sparisjóðsvellinum. Keflavík sigraði með 2-0.  Fyrra mark Keflavíkur gerði Karen Sævarsdóttir á 24. mínútu eftir að hafa fengið góða stungusendingu inn fyrir vörn Fjölnis og skorað með góðu skoti fram hjá markmanni.  Stuttu seinna var dæmd vítaspyrna á Keflavík eftir brot í teig.  Dúfa Ásbjörnsdóttir gerði sér lítið fyrir og  varði spyrnuna, frábært hjá Dúfu sem var öryggið uppmálað í öllum sínum aðgerðum.  Danka Podovac gerði seinna mark Keflavíkur á 55. mínútu með góðu skoti inn í teig Fjölnisstúlkna.  Þetta urðu lokatölur og gott hjá Keflavík að ná að koma til baka eftir tvo afleita leiki við Val og HK/Víking.

Lið Keflavíkur: Dúfa, Linda, Björg Ásta, Lilja, Helena (Anna 61.), Karen (Eva 83.), Björg Magnea (Íris 83.), Inga Lára, Danka, Vesna og Guðný.
Varamenn: Jelena, Fanney, Ester.

Næsti leikur er gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ, þriðjudaginn 1.júlí, kl.19:15


Dúfa Ásbjörnsdóttir varði vítaspyrnu gegn Fjölni.