Góður sigur á Fram
Í gærkvöldi léku okkar menn við Framara í Deildarbikarnum og var leikið í Egilshöll. Það kom í ljós rétt fyrir leik að Gummi Steinars gæti ekki spilað vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu í gær. Keflavík var betri í byrjun leiks en Framarar skoruðu fyrsta markið eftir skyndisókn, markið skoraði Helgi Sigurðsson eftir að hafa brotið af sér á leiðinni. Keflavík komst meira inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks eftir að Fram hefði haft undirtökin. Og svo skoraði Magnús Sverrir þetta líka glæsimark í nærhorhornið upp í samskeytin og jafnar 1-1. Keflavík átti allan seinni hálfleikinn og fékk öll færin fyrir utan eitt dauðafæri Framara. En það tók sinn tíma að skora sigurmarkið, það kom á 90. mínútu eftir snilldarsendingu Baldurs á Hólmar Örn sem setti hann glæsilega og góður sigur í höfn. Þetta var verðskuldaður sigur og spilamennska okkar manna í góðu lagi.
Keflavík: Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Ólafur Berry (Issa Abdulkadir 70.), Kenneth Gustafsson, Geoff Miles (Branko Milicevic 46., Geoff fór út af vegna meiðsla) - Baldur Sigurðsson, Hallgrímur Jónasson, Jónas Guðni Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson - Magnús Sverrir Þorsteinsson (Þorsteinn Atli Georgsson 90.), Símun Samuelsen.
Næsti leikur í deildarbikarnum er miðvikudaginn 12. apríl kl. 20:00 í Reykjaneshöllinni. Leikir og staðan í riðlinum.
Bói skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.
(Mynd: Jón Örvar Arason)