Fréttir

Knattspyrna | 7. júní 2007

Góður sigur á ÍR

Keflavík og ÍR áttust við í Landsbankadeild kvenna s.l. mánudag.  Keflavík sigraði leikinn örugglega 7-0, í hálfleik var staðan 4-0.  Leikurinn var háður við erfiðar aðstæður þar sem rigning og vindur voru ráðandi.

Í fyrri hálfleik skoraði Guðný Þórðardóttir þrjú mörk og komu þau á 7., 33. og 44. mínútu.  Danka Podavac skoraði svo fjórða mark Keflavíkur á 20. mínútu.  Leikmenn voru hléinu fegnar þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri þar sem Keflavíkurliðið lék með vindinn í fangið og virtist vindur hafa snúist í seinni hálfleik.  Vesna Smiljkovic gerði öll mörk Keflavíkur í seinni hálfleik, 73., 79. og 87. mínútu.  Var þetta sigur liðsheildarinnar og sýnir að með réttu hugarfari getur liðið gert góða hluti.

Lið Keflavíkur: Jelena, Anna, Björg Ásta, Lilja, Donna, Eva (Rebekka), Danka, Björg Magnea, Bryndís (Karen), Guðný og Vesna.
Varamenn: Dúfa, Justina, Helena og Ester.

Næsti leikur liðsins er  gegn Val n.k. föstudag, 8.júní kl. 19:15, á Valbjarnarvelli.

ÞÞ


Bryndís Bjarnadóttir hefur staðið sig vel á sínu fyrsta ári í meistarflokki.